fimmtudagur, mars 14, 2013

Bræðurnir Sultuslakur, Lukkugrís og Gameface

Það var allt á suðupunkti í íþróttahúsinu í Seljaskóla í kvöld, síðasti heimaleikur ÍR-inga í körfunni og ekkert nema sigur og helst með a.m.k. 7 stigum dugði til að halda lífi í vonir um fallleysi þetta árið.  Flautakarfa undir lok leiksins tryggði 8 stiga sigur og stemmingin eftir því.  Sumir voru samt ekkert að æsa sig yfir þessu:

Konan var í Powerade-hlaupinu og ég þurfti því að taka alla hersinguna með.  Tók dót í poka og plantaði mér upp í hornið á stúkunni.  Daði Steinn var þokkalegur, fannst reyndar hávaðinn full mikill á stundum.  En hann er búinn að fara á tvo leiki í vetur og ÍR er búið að vinna þá báða en miðað við árangur liðsins í vetur þá verður það að teljast ansi vel af sér vikið.  Spurning um að bjóða honum í bíltúr til Keflavíkur á sunnudaginn...

Sá þriðji hafði öðrum hnöppum að hneppa á leiknum, sjoppuvinna o.s.frv.  Hann náðist reyndar á mynd sem birt var á körfuboltamiðli núna í kvöld.  Þessi í bláa bolnum á milli leikmannanna, með þennan svip fyrir allan peninginn. 
 http://www.karfan.is/skrar/image/IR/deandrejwilliamsvstindmars2013heida.jpg