En á þessum tímamótum var haldið afmælishóf í ÍR heimilinu með dagskrá þar sem m.a. var farið í stuttu máli yfir sögu félagsins til dagsins í dag, einnig núverandi stöðu félagsins og framtíðarsýn þar sem aðstöðuuppbygging sem er fyrirhuguð næstu árin var fyrirferðamikil. M.a. tóku Þráinn Hafsteinsson, íþróttastjóri ÍR og Ingigerður Guðmundsdóttir formaður til máls og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur hélt svo einnig smá tölu. En í lokin voru veittar heiðursviðurkenningar þeim aðilum sem hafa starfað í þágu félagsins, silfur og gullmerki ásamt heiðursfélaganafnbótinni sem er víst sú allra æðsta viðurkenning sem félagið veitir félagsmönnum sínum.
En ástæða þessa pistils er að undirritaður fékk þarna sitt silfurmerki, fyrir störf sín fyrir körfuknattleiksdeildina í gegnum tíðina. Þegar ég fékk boðið, um að minnar nærveru væri óskað undir þessum lið þá fór ég aðeins að rifja það upp að ég kom inn í unglingaráðið hjá körfunni um haustið 2011, að undirlagi Hjálmars Sigurþórssonar, og hef verið í því óslitið síðan. Tengdist því vitaskuld að Ísak Máni var kominn í þetta á fullu og maður var auðvelt skotmark í svona starf ásamt því að vera ekki mikið í því að segja nei. Þetta er búið að vera mikil vinna á köflum en mjög gaman og gefandi. Ég er alls ekki að segja að ég sé að stefna á gullið eða heiðursfélagann en á meðan þetta er gaman og hægt að nota mann í þetta þá heldur maður eitthvað áfram.
Silfurmerkishafar 2017 |