En við létum það nú ekki skemma stemminguna, maturinn var fínn og pakkaúthlutunin sömuleiðis. Eins og undanfarin ár eru flíkur í aðalhlutverki en eitthvað af bókum kom þó líka úr pökkunum. Helsti skellurinn var að körfuboltaskórnir sem við pöntuðum handa Ísaki Mána fyrir einhverju lifandislöngu frá Ástralíu voru enn ekki komnir. Hann þurfti því að láta sér nægja útprentaða litmynd af þeim en ekki að hann hefði komist í þá þarna á aðfangardagskvöldi, a.m.k. ekki þann hægri.
Kvöldið endaði svo með kynningu á páskafríinu okkar en stefnan hefur verið tekin á Flórída í mars á næsta ári. Ísak Máni hafði aðeins haft veður af þessu, enda ekki hægt að panta svona ferð nema að bera tímasetninguna undir hann, en önnur börn í fjölskyldunni vissu ekki neitt. Ég var búinn að henda í eitthvað myndband sem ég var búinn að eyða ófáum klukkutímum undanfarnar vikur í að púsla saman, sambland af dóti tekið af YouTube og svo eitthvað sem ég var búinn að taka upp sjálfur en í þessu myndbandi tilkynnti ég s.s. að þessi ferð væri á dagskrá. Gaman að því, og ég var nokkuð ánægður með niðurstöðuna, miðað við að þegar ég hóf þetta verkefni þá kunni ég ekkert á forritið en tókst að klóra mig framúr þessu.
Við ætlum að nota þessa ferð sem sambland af fermingar- og menntaskólaútskriftarfögnuði. Ég fattaði svo reyndar að sá yngsti mun svo eiga 9 ára afmæli í þessari ferð. Meira um þessa ferð síðar.
![]() |
Prinsarnir á aðfangadag |