föstudagur, júní 06, 2008

Hef ég ekki verið hér áður?

Stundum er sagt að veröldin og það sem henni tengist fari í hringi. Þegar ég rifja upp viðskipti mín við internetþjónustufyrirtæki þá er ég á þeirri skoðun.

Ég byrjaði minn internetferil hjá Islandia þegar þeir voru með smáholustarfsemi á Grensásveginum. Það voru svo lítil viðskipti að ég gat fengið netfangið david@islandia.is án nokkurra vandkvæða. Þetta ágæta fyrirtæki varð síðan að Tal og hvítu umslögin með mánaðarlega yfirlitinu urðu appelsínugul. Næst urðu umslögin rauð og fyrirtækið var orðið Og Vodafone án þess að ég gerði nokkuð. Síðar varð Og Vodafone að Vodafone, minniháttar breyting miðað við það sem á undan gekk.

Þegar hér var komið við sögu ákvað ég að skipta sjálfur um fyrirtæki og gekk í raðir Hive. Það ágæta fyrirtæki sameinaðist einhverju öðru fyrirtæki og í kjölfarið fékk ég sms:

„Kæri viðskiptavinur. Hive hefur skipt um nafn og heitir nú Tal...“

Það er ekki öll vitleysan eins.

Engin ummæli: