sunnudagur, október 05, 2008

Ferill að fæðast?

Í dag mætti Logi Snær á sína fyrstu fótboltaæfingu hjá ÍR, 8.flokkur var það heillin. Ég var nú sjálfur í bolta í dag og varð því ekki vitni af þessu en mamman og Ísak Máni fylgdu drengnum úr hlaði. Strákurinn byrjaði víst að rúlla upp stórfiskaleiknum en var svo ekkert rosalega æstur í að spila fótbolta. En þetta var víst voða gaman þannig að líkurnar á endurtekningu eru víst einhverjar.Reyndar var aðeins búið að gæla við fótboltaæfingar í sumar eftir að hann hitti leikskólafélaga sinn sem var þá nýbyrjaður að mæta á æfingar hjá Breiðablik sökum þess að ÍR hélt ekki út 8. flokk um sumarið. Umræðan um að Logi Snær myndi mæta með þessum félaga sínum komst nú aldrei af umræðustiginu en mamma hans mætti nú samt með hann einu sinni á æfingu hjá HK, sem buðu víst upp á hentugri æfingatíma. Hann lagði nú ekki í að taka þátt þegar á hólminn var komið. Það var kannski eins gott, nú er hægt að segja að ferillinn hafi hafist hjá ÍR. Svo slapp ég líka þá við að fá félagaskipti fyrir drenginn...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flottur og hann á örugglega eftir að gera það gott í boltanum og ekki sakar að vera vel gallaður.
Kv
Inga