Merkilegur dagur í dag ef minnið bregst mér ekki. Fengum íbúðina okkar afhenta á þessum degi fyrir 10 árum síðan. Rosalega flýgur tíminn áfram. Mér finnst ekkert svo rosalega langt síðan við fengum lyklana í hendurnar og máluðum megnið af íbúðinni með hjálp Ingu og Sigga komin langt á leið með Ísak Mána. Svo á milli umferða var rölt út í Pizzakofann og náð í eina 16" með fjórum áleggstegundum á þúsund kall. Þá ætlaði ég örugglega að vera kominn í eitthvað raðhús 10 árum síðar en ég er hérna enn. Og er bara nokkuð góður.
Ef ég man svo líka rétt þá var ég, 11 árum fyrir lyklaafhendingu á þessum degi, settur í gifs eftir að hafa brotið á mér löppina í fyrstu skíðaferðinni deginum áður, það var góð saga svona eftir á.
Þetta er því frekar merkilegur dagur. Svona grínlaust.
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Er virkilega 21 ár síðan þú fórst í þína fyrstu og síðustu skíðaferð???? Djöfull líður tíminn. Fyrr en varir er maður orðinn 3 barna vísitölufaðir í Breiðholtinu... Djöfuls rugl.
Skrifa ummæli