þriðjudagur, september 15, 2009

Í ruglinu

Ég rífressaði afruglarann minn um daginn og inn duttu Eurosport og Eurosport2, af hverju veit ég ekki. Síðustu daga hef ég notið góðs af því og tók upp á því að detta inn í US Open mótið og fylgst með svona með öðru. Jú, jú, tennis.
Prófaði að æfa þetta sport í smátíma hérna í den í Grundó þegar nýja íþróttahúsið reis forðum daga. Ástralski enskukennarinn dró fram spaðann og kenndi okkur þetta sport. Reyndar var frekar fúlt að gólfflötur íþróttahússins er bara rétt svo rúmlega einn tennisvöllur sem setti okkur óneitanlega skorður í því að stunda sportið eins og á að gera það.

Hvað um það, mér þótti í byrjun frekar meira spennandi að fylgjast með stelpunum á US Open, kannski er alltaf meiri drama í kringum þessar elskur. Það var ekki annað hægt en að hrífast með þessari endurkomu hinar belgísku Kim Clijsters sem kom, sá og sigraði eftir 2ja ára hlé frá íþróttinni. Magnað líka með þessa staðreynd að hún sé fyrsta móðirin sem sigrar eitt af hinu fjóru stóru mótum síðan 1980.
Allavega, úrslitaleikurinn í karlaflokki var í gær og ég var nú svo sem alveg rólegur. Við áttust Davíð og Golíat, hinn tvítugi Del Potro frá Argentínu og sigurvegari mótsins síðustu fimm ára, hinn svissneski Roger Federer. Ég sýndi góð tilþrif á fjarstýringunni og horfði m.a. á heilan CSI:NY þátt á meðan leik stóð. Var bara kominn á það að fara að sofa en spennan var hreinlega orðin óbærileg. Eftir rúmlega 4ra tíma maraþonleik stóð guttinn uppi sem sigurvegari og ég skreið alltof seint upp í rúm. Djö... magnað.

Engin ummæli: