fimmtudagur, október 08, 2009

Engin vanvirðing en...

Þegar ég byrjaði að láta sjá mig niðri í HR þá var alltaf einhver hluti af skólafólkinu í jakkafötum og voru í einhverjum þvílíkum viðskiptafræðikúrsum að manni leið eins og hálfvita með hor. Nánast eins og maður hefði komið með rútunni frá sambýlinu. Bara til að hafa það á hreinu þá hefur hardcore viðskiptafræði aldrei kveikt neitt í mér. En þetta átti allt að vera svo skothelt hjá þessu liði, þetta var bara spurning hvort menn færu að vinna hjá Kaupþingi, Landsbankanum eða Glitni.


Var að gúffa í mig samloku í einu hléinu um daginn niðri í skóla þegar jakkafatastóð kom niður stigann. Eitt þeirra kannaðist við einn af þeim sem sat við borðið mitt. Þeir fóru eitthvað að spjalla um í hvaða erindagjörðum þeir væru þarna. „Ég er í verðbréfamiðlun“ sagði jakkafötin.

Þetta hljómaði einhvern veginn ekki eins glæsilega eins og þegar ég steig fyrst inn í HR.

1 ummæli:

Villi sagði...

Það er það sem er fyrir aftan horinn sem skiptir máli, ekki útlitið...