Körfuboltinn gekk svona upp og niður, fer svona eftir hvernig menn líta á það. Allir leikirnir þrír töpuðust en mínum manni gekk nokkuð vel. Ekki stór hópur sem fór norður og einhverja „lykilmenn“ vantaði svo aðrir í liðunu þurftu að stíga upp og skila af sér meiri ábyrgð. Menn læra bara af því.
Full mikill tími sem fer í það að keyra norður en var samt nokkuð auðvelt, hversu þversagnakennt sem það kann að hljóma. Drengirnir þrír stóðu sig allir vel í bílnum þrátt fyrir að enginn ferða-DVD spilari sé með í för. Menn verða bara að lesa og dunda sér og svo er iPodinn notaður til að slá upp partýi þegar þurfa þykir. Og allir komu heilir heim.