fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Af mér og mínum

Maður er á lífi á þessum síðustu og verstu en hef það bara nokkuð gott. Merkilegt nokk. Síðustu vikur hafa verið nokkuð stífar, alltaf eitthvað verið að dunda sér í HR og var einmitt í prófi núna á mánudaginn. Það gekk bara fínt og núna er bara einn kúrs eftir og sá pakki klárast með prófi 9. desember. Þá er ég góður í bili, læt það duga enda verð ég að viðurkenna að maður er kominn með svolítið upp í háls. Þetta er náttúrulega algjört rugl að vera eyða helgunum upp á Þjóðarbókhlöðu eins og trefill. En þetta er verkefni sem maður ákvað að ráðast í og maður klára það bara.
Svo þykist maður vera í stjórn húsfélagsins sem stendur í þvílíkum framkvæmdum að það hálfa væri nóg með tilheyrandi fundarhöldum og almennu stappi. Í miðri kreppu!
Karlinn var líka með hálfgerðan hnút í maganum þegar hann kom heim eftir fund vegna fótboltans hjá Ísaki Mána núna í kvöld og þurfti að tilkynna konunni að hann væri kominn í foreldraráð í fótboltanum...

Annars er allt þokkalegt. Ísak Máni æfir eins geðsjúklingur, bæði í fótbolta og körfuboltanum og maður sér fram á næstu helgar undirlagðar mótum út um allt land þess vegna. Logi Snær er ekki alveg eins íþróttalega sinnaður en er þó í íþróttaskólanum einu sinni í viku. Daði Steinn er að verða efnilegur, nánast vonlaust að líta af honum enda farinn að reyna ýmsar kúnstir án þess að ráða nokkuð við það og getur því endað með skell ef aðrir eru ekki á tánum.

2 ummæli:

Villi sagði...

Heyrðu, eru ekki kosningar í borgarstjórn á næsta ári? Það er nú farið að vanta nýjan alvöru Davíð þangað inn...

Rétt'upp hönd þeir sem eru sammála

hjúkkuskvisan norðan heiða sagði...

*upprétt hönd*