sunnudagur, apríl 24, 2011

Gleðilega páska

Það sem er búið að innbyrða í dag er: Cheerios, páskaegg frá Nóa Síríus ásamt nammiinnihaldi, hamborgarahryggur ásamt meðlæti og svo enduðum við þetta á einum frostpinna. Enda finnur maður fyrir því að magastarfsemin er ekki alveg eins og hún á að vera ásamt því að það er einhver slikjuhúð komin á tennurnar.


Annars var þetta hefðbundið, þegar búið var að finna eggin var sest að snæðingi. Logi Snær borðar ekki súkkulaði en þurfti vitaskuld að fá egg, aðrir í fjölskyldunni nutu góðs af því súkkulaðiátleysi. Sérstaklega þeir sem leið eitthvað illa yfir stærðinni á græjunni sinni. Daði Steinn var svo frekar rólegri en ég hafði búist við en byrjaði af krafti og réðst á eggið.




Ég er ekki alveg að gúddera þetta veður samt. Drösluðum mannskapnum út í morgun svona til að menn yrðu ekki alveg heiladauðir inni í súkkulaðimettaða loftinu. Mér leist ekkert á stöðuna þegar hagélið hamraðist í andlitið á þeim yngsta honum til mikillar skelfingar. Á ekki að vera fjórði dagur sumars eða eitthvað álíka? Þetta er bara rugl.

Engin ummæli: