Fyrir daginn í dag hafði ég einu sinni lagt á Esjuna. Árið var 2003 að ég held og við Sigga lögðu í þetta, hvorugt með mikla reynslu í Esjubrölti. Við komumst langleiðina upp á topp en við vorum ekki alveg með það á hreinu hvaða leið væri best þannig að við létum það nægja í það sinnið. Ekki margir á fjallinu þann daginn.
Síðan hafa liðið mörg ár og Sigga hefur stundað þessa Esjugöngur með þónokkru trukki og alltaf hef ég svo sem verið á leiðinni aftur. Við létum okkur hafa það í dag að skella öllum mannskapnum af stað og sjá til hvernig þetta færi.
Þokkalegasta veður, reyndar ekkert alltof hlýtt og á köflum fengum við nokkra dropa til að bleyta aðeins í mannskapnum. Sigga snéri við fljótlega „eftir læk“ með Daða Stein, sem hafði nú aðallega verið í bakpokanum, og Loga Snæ. Við Ísak Máni létum okkur hafa það að koma okkur upp að steininum margfræga en létum það nægja í bili. Náðum þangað upp eftir rétt tæpa tvo tíma en tókum semiskokkið niður á rúmum 40 mínútum.
Í þriðju tilraun skal það hafast að komast á toppinn og við skulum reyna að hafa ekki alveg svona langt á milli tilrauna.
sunnudagur, júní 26, 2011
laugardagur, júní 25, 2011
miðvikudagur, júní 22, 2011
þriðjudagur, júní 21, 2011
Meistarar
mánudagur, júní 20, 2011
sunnudagur, júní 19, 2011
Skagamótið 2011 - Dagur 3
Lokadagur mótsins og bara einn leikur. Logi Snær og félagar spiluðu við FH og höfðu sigur, 2:0 í spennandi leik. Með því tryggðu þeir sér sigur í íslensku deildinni, þeirri efstu, E-liða og bikar í hús. Ekki slæmt svona á fyrsta móti, það er vonandi að ferillinn hjá guttanum verði ekki bara down-hill eftir þetta. 8 leikir, 7 sigrar og eitt jafntefli og Logi Snær með 4 mörk þrátt fyrir að spila að mestu leyti í vörninni. Bongóblíða upp á Skaga í dag og það gerir allt mun skemmtilegra. Náðum að skottast aðeins með þeim Leiknismönnum sem standa okkur næst og tókum léttan ísrúnt. Svo þegar þessu var öllu lokið var bara farið í biðröðina á þjóðvegi eitt til Reykjavíkur.
laugardagur, júní 18, 2011
Skagamótið 2011 - Dagur 2
4 leikir hjá Loga Snæ í dag. Hinn fyrsti var ekki fyrr en kl. 13:30 þannig að undirritaður, Ísak Máni og Daði Steinn gátu startað deginum hérna í Reykjavíkinni á rólegum nótum. Náðum að fara í smá verslunarferð þar sem versla þurfti nýja skó á frumburðinn og einnig var nauðsynlegt að fylla á kanilsnúða- og kleinubirgðirnar, lífsnauðsynlegur varningur fyrir áhorfendur á fótboltamóti.
Niðurstaðan úr leikjum dagsins var 3 sigrar og eitt jafntefli. Síðasti leikur mótsins, gegn FH, verður svo á morgun. Menn eru því væntanlega í góðum séns að vinna deildina sína en það kemur allt í ljós á morgun, lokadaginn. Logi Snær var nú ekki á skotskónum í dag en var í þokkalegum fíling, þreytan var þó farin að láta segja til sín þegar leið á daginn eins og hjá fleirum.
Veðrið var fínt í dag og mér skilst að það verði fínt á morgun líka þannig að ekki er það vandamálið.
Niðurstaðan úr leikjum dagsins var 3 sigrar og eitt jafntefli. Síðasti leikur mótsins, gegn FH, verður svo á morgun. Menn eru því væntanlega í góðum séns að vinna deildina sína en það kemur allt í ljós á morgun, lokadaginn. Logi Snær var nú ekki á skotskónum í dag en var í þokkalegum fíling, þreytan var þó farin að láta segja til sín þegar leið á daginn eins og hjá fleirum.
Veðrið var fínt í dag og mér skilst að það verði fínt á morgun líka þannig að ekki er það vandamálið.
föstudagur, júní 17, 2011
Skagamótið 2011 - Dagur 1
Ég hef nú minnst á það við einhver tækifæri að maður sé stundum farinn að endurupplifa sig. Það má kannski halda því fram að sú hafi verið raunin í dag, big-time. 1. dagur Skagamótsins, eða Norðurálsmótsins eins og það heitir í dag, hjá Loga Snæ og í raun fyrsta stóra mótið hans. Ísak Máni fór 3svar sinnum á það þannig að það var nett dejavú í gangi. Var nú hálffurðulegur 17. júní, það verður bara að segjast.
Mamman í fararstjórahlutverkinu og stórfjölskyldan lagði af stað rúmlega 9 um morguninn, mæting kl 10:00 upp á Skaga. Nýju ÍR-búningarnir náðust í hús, reyndar 6. flokks búningarnir þannig að þeir voru aðeins vel rúmir en algjört smáatriði þegar um nýja búninga er að ræða. Stráksi fékk fimmuna eftir þrýsting frá elsta drengnum, menn verða víst oft að vera eins og stóri bró.
3 leikir í dag og þeir unnust allir, stórt. Það verður að segjast að ég hafði óttast þetta, ekki það að þessir strákar séu einhver hópur náttúruundra í tuðrusparki en þá fannst mér æðstu stjórnendur klúbbsins flokka þá heldur neðarlega í getustigi og því fór sem fór. Jæja, þeir lenda á morgun í hóp þeirra sem stóðu sig hvað best í dag þannig að vonandi verður þetta eitthvað jafnara, spurning hvort menn fái tóma skelli til baka í andlitið. Logi Snær spilaði aðallega á vinstri kanti eða í vörn og átti fínan dag verður að segjast. Skoraði fyrsta mark liðsins í fyrsta leik gegn Víkingi og bætti öðru við síðar í leiknum ásamt því að setja sitt hvort markið í leikjunum gegn KR og Fram. Fyrir síðasta leikinn á móti Fram bað Ísak Máni hann um að fagna með handahlaupi ef hann næði að skora. Markið kom og ekki stóð á Loga með handahlaupsfagnið í kjölfarið.
Enda þetta á smá seríu úr KR-leiknum, sparkinu fylgja oft byltur og brölt.
Mamman í fararstjórahlutverkinu og stórfjölskyldan lagði af stað rúmlega 9 um morguninn, mæting kl 10:00 upp á Skaga. Nýju ÍR-búningarnir náðust í hús, reyndar 6. flokks búningarnir þannig að þeir voru aðeins vel rúmir en algjört smáatriði þegar um nýja búninga er að ræða. Stráksi fékk fimmuna eftir þrýsting frá elsta drengnum, menn verða víst oft að vera eins og stóri bró.
3 leikir í dag og þeir unnust allir, stórt. Það verður að segjast að ég hafði óttast þetta, ekki það að þessir strákar séu einhver hópur náttúruundra í tuðrusparki en þá fannst mér æðstu stjórnendur klúbbsins flokka þá heldur neðarlega í getustigi og því fór sem fór. Jæja, þeir lenda á morgun í hóp þeirra sem stóðu sig hvað best í dag þannig að vonandi verður þetta eitthvað jafnara, spurning hvort menn fái tóma skelli til baka í andlitið. Logi Snær spilaði aðallega á vinstri kanti eða í vörn og átti fínan dag verður að segjast. Skoraði fyrsta mark liðsins í fyrsta leik gegn Víkingi og bætti öðru við síðar í leiknum ásamt því að setja sitt hvort markið í leikjunum gegn KR og Fram. Fyrir síðasta leikinn á móti Fram bað Ísak Máni hann um að fagna með handahlaupi ef hann næði að skora. Markið kom og ekki stóð á Loga með handahlaupsfagnið í kjölfarið.
Enda þetta á smá seríu úr KR-leiknum, sparkinu fylgja oft byltur og brölt.
17. júní 2001
Sumir einstaka atburðir dagsins eru mér alveg ljóslifandi en heildarmyndin er ekki alveg skýr. Þetta var sunnudagur. Ég man að ég fór til mömmu og Varða tiltölulega snemma dags þar sem þau voru með íbúð í miðbænum, læknabrölt á Varða. Hvar Sigga og Ísak Máni voru man ég ekki. Ég man að við fórum og fengum okkur að borða á austurlenskum stað á Laugarveginum, á móti þar sem eitt sinn var leikfangabúðin Liverpool en er Dressman í dag. Austurlenski staðurinn er ekki þarna lengur. Við sátum við gluggann og ég var hálfstressaður man ég því ég lagði Cocoa Puffs bílnum þarna í götunni og ég var alveg handviss að nú færu þeir að loka götunni út af hátíðarhöldunum og þá yrði vinnubíllinn fastur á Laugarveginum. Minnir að við höfum keyrt smá hring áður en ég skutlaði þeim aftur á Lokastíginn. Það var náttúrulega ekki möguleiki að fá stæði þar þannig að ég stoppaði bara í götunni og hleypti þeim út og horfði á eftir þeim inn. Karlinn sá ég aldrei aftur á lífi.
Ég fór heim og var einn heima að horfa á Roma vinna Parma 3:1 og tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn, hinn þriðja í röðinni og þann síðasta so-far. Man hvernig sófinn snéri í stofunni. Man að ég lét Tomma frænda vita hver framvinda leiksins var með sms-sendingum þar sem hann sat í jakkafötunum í útskrift hjá Rúnu á Akureyri. Held að það sé rétt hjá mér. Meira af deginum man ég ekki.
Sunnudeginum á eftir, daginn fyrir 2ja ára afmælið hans Ísaks Mána, var karlinn allur og það atvikaðist þannig að ég hitti hann ekki þótt hann væri í bænum þessa viku á milli. Ég man að í eitt skipti var ég eitthvað að þvælast út af vinnunni þarna í miðbænum í þessari viku og ákvað að detta inn svona án þess að gera boð á undan mér. Ég dinglaði bjöllunni en mamma og Varði voru ekki heima. Ég man svo vel að það færðist undarleg tilfinning yfir mig þarna á útidyratröppunum án þess að ég hafi mikið pælt í því þá. Heyrði svo í þeim seinna um daginn og þá kom í ljós að þau höfðu verið heima nánast allan daginn, rétt skroppið út til að taka lítinn hring í hverfinu sem var akkúrat þegar ég kom. Svona getur þetta verið skrítið.
10 ár eru á margan hátt rosalega fljót að líða, en svo skrítið hvað sumt er eins og það hafi verið í gær.
Ég fór heim og var einn heima að horfa á Roma vinna Parma 3:1 og tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn, hinn þriðja í röðinni og þann síðasta so-far. Man hvernig sófinn snéri í stofunni. Man að ég lét Tomma frænda vita hver framvinda leiksins var með sms-sendingum þar sem hann sat í jakkafötunum í útskrift hjá Rúnu á Akureyri. Held að það sé rétt hjá mér. Meira af deginum man ég ekki.
Sunnudeginum á eftir, daginn fyrir 2ja ára afmælið hans Ísaks Mána, var karlinn allur og það atvikaðist þannig að ég hitti hann ekki þótt hann væri í bænum þessa viku á milli. Ég man að í eitt skipti var ég eitthvað að þvælast út af vinnunni þarna í miðbænum í þessari viku og ákvað að detta inn svona án þess að gera boð á undan mér. Ég dinglaði bjöllunni en mamma og Varði voru ekki heima. Ég man svo vel að það færðist undarleg tilfinning yfir mig þarna á útidyratröppunum án þess að ég hafi mikið pælt í því þá. Heyrði svo í þeim seinna um daginn og þá kom í ljós að þau höfðu verið heima nánast allan daginn, rétt skroppið út til að taka lítinn hring í hverfinu sem var akkúrat þegar ég kom. Svona getur þetta verið skrítið.
10 ár eru á margan hátt rosalega fljót að líða, en svo skrítið hvað sumt er eins og það hafi verið í gær.
föstudagur, júní 03, 2011
Allir að koma til
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)