Niðurstaðan úr leikjum dagsins var 3 sigrar og eitt jafntefli. Síðasti leikur mótsins, gegn FH, verður svo á morgun. Menn eru því væntanlega í góðum séns að vinna deildina sína en það kemur allt í ljós á morgun, lokadaginn. Logi Snær var nú ekki á skotskónum í dag en var í þokkalegum fíling, þreytan var þó farin að láta segja til sín þegar leið á daginn eins og hjá fleirum.
Veðrið var fínt í dag og mér skilst að það verði fínt á morgun líka þannig að ekki er það vandamálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli