Bikarúrslit í körfunni í gær og ÍR á svæðinu ásamt Grindavík. ÍR síðast í þessum sporum árið 2007 og hirtu þá dolluna. Ég var reyndar ekki á svæðinu þá, var ekki orðinn alveg all-in í þessu en Ísak Máni fór reyndar þá með núverandi leikmanni ÍR og fjölskyldu hans.
ÍR tókst að komast í bikarúrslitaleikinn núna án þess að mæta einu einasta úrvalsdeildarliði, sem mér skilst að sé í fyrsta sinn sem það gerist. Vorum klárlega litla liðið komandi inn í þennan leik en menn höfðu girt sig í brók eftir ömurlegt gengi fyrir áramót og allt annað að sjá til liðsins eftir áramót. Maður sá þetta alveg fyrir sér sem möguleika, þ.e. að hirða dolluna.
|
Klár í stúkunni |
|
Stemming þrátt fyrir allt |
Ólíkt 2007 þá var betri mæting núna hjá þessari fjölskyldu, alveg 4/5 sem mættu en Daði Steinn fékk að chilla hjá ömmu og afa í Mosó enda lítið fyrir hann að gera í Laugardalshöllinni. Logi Snær var í hópi þeirra sem fékk að leiða aðalliðið inn á völlinn fyrir leik, það var stemming í kringum það. Að standa á fjölum Laugardalshallar og hlusta á íslenska þjóðsönginn er sem sagt komið í reynslubankann hjá þeim stutta, toppiði það.
|
Logi Snær og #11 Kristófer Stefánsson |
|
Logi Snær að skima upp í stúku og Svenni Claessen, aka Hr. ÍR, í bakgrunni á afmælisdeginum sínum, sem fór reyndar ekki eins og best var á kosið |
|
Búinn að finna mömmu í stúkunni |
En þetta gerist s.s. ekki, ÍR komst reyndar í 5:1 en Grindvíkingar voru sterkara liðið í leiknum og ÍR var alltaf að elta. Þótt það munaði lengi vel þetta 5-8 stigum þá komust menn aldrei nær en það.
Það er alltaf næst...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli