Eins skrítið og það er, þá fer maður að tengja jólin við að fara á nýja Star Wars mynd. Í fyrra var það The Force Awakens og fór maður þá með alla strákana og núna í ár var það Rogue One. Sami hópur nema að Markús vinur hans Daða kom með. Líklega gæti þetta orðið hefð næstu árin skilst mér þar sem Disney á núna réttinn af þessu og getur dælt út sögum næstu jól. Skemmtileg hefð á meðan myndirnar eru skemmtilegar.
Varla hægt að frétta á meiri viðeigandi hátt um andlát Carrie Fisher heldur en á ganginum á leiðinni út úr bíóinu en hin unga Leia var tölvumixuð inn í lokaatriði myndarinnar. RIP.
þriðjudagur, desember 27, 2016
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli