Þann 6. febrúar síðastliðin voru 60 ár frá flugslysinu í Munchen sem kostaði 23 mannslíf, þar af voru 8 leikmenn Manchester United. Ég verð að segja að sú staðreynd að það væru 60 ár síðan fannst mér svolítið yfirþyrmandi af þeirri einföldu ástæðu að mínar fyrstu minningar um þetta eru þegar ég las um þetta þegar menn voru að minnst þessa atburðar 30 árum eftir að þetta gerðist. Þá var það herrans ár 1988 og ég tæplega 13 ára gutti. Ég man að ég klippti út síðuna úr Morgunblaðinu og hengdi hana upp í herberginu mínu. Ef minnið er ekki að bregðast mér þá fékk hún að hanga uppi eftir að ég flutti til Grundarfjarðar, á stóru korktöflunni sem ég gerði í smíði. Núna er s.s. helmingi lengri tími síðan þetta gerðist og ég er tæplega 43 ára. Jahérna.
Síðan góða úr Mogganum frá 11.febrúar 1988 |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli