sunnudagur, október 23, 2005

Megi jólamátturinn vera með þér

Nálgast lok október og ég er kominn í jólagjafapælingar! Skrítið? Kannski ekki þegar litið er á það að ég á nú tvo stráka, 6 ára og 1 1/2 árs, eða mér finnst það alla vega ekki svona þegar ég fer að spá í það. Það er nú ekki svo rosalega langt síðan ég var gutti, rétt að nálgast tvítugt núna, og maður þarf að kynna sér hvað er það heitasta í Star Wars dóti eða hvar maður fær flottustu fótboltabúningana. Spái í það hvernig það væri ef ég ætti stelpu, væri sama stemmingin að kíkja á Bratz-dúkkurnar? ... Held ekki svona ef ég á að vera alveg heiðarlegur, það væri a.m.k. öðruvísi. Þetta er líka ekki sanngjarn samanburður, ég meina maður lék sér sjálfur að Han Solo og félögum og horfði á þetta jafn dáleiddur og Ísak Máni gerir núna. Sem er svolítið ótrúlegt, ég meina gömlu myndirnar eru 25-30 ára gamlar. Það segir okkur að þessar myndir voru algjört snilldarverk á sínum tíma og hafa staðist tímans tönn en það er efni í annan pistil.

Engin ummæli: