föstudagur, október 19, 2007

Eiginlega ekkert

Voðalegt andleysi hérna á bænum, engar stórar fréttir... a.m.k. ekki enn um sinn.

Ísak Máni er að fara að keppa á sínu fyrsta 6. flokksmóti í fótbolta núna á sunnudaginn, upp á Akranesi. Ætli það endi ekki að ég fari einn með honum uppeftir en Logi Snær er orðinn eitthvað þreyttur á þessu íþróttabrölti öllu og svo er knattspyrnuhöllin þarna uppfrá óupphituð og drengurinn með hálfgerða kvefdrullu á vægu stigi og lítið spennandi að hanga með hann þarna. Ekki fer maður í kaffi í Stillholtið lengur...

Annars er maður farinn að bíða eftir að komast í smá frí, stefnan sett á Kaupmannahöfn núna um mánaðrmótin með konunni og dvelja þar í nokkra daga. Strauja visakortið aðeins, redda drengjunum veglegum jólagjöfum og kannski eitthvað smotterí handa sjálfum mér.

Ekki meira í bili sökum andleysis...

Engin ummæli: