Nú á að reyna að endurupplifa fjörið frá því í fyrra. Spurning um hvort maður þarf ekki að vera í einhverju sem getur kallast form eða a.m.k. vottur af því? Bumban gefur hitt til kynna.
En hey, ég hef tæpa 90 daga...
Bikarkeppni KSÍ 2008:
1. umferð
Mánudagur 26.maí:
20:00 Völsungur - Magni (Húsavíkurvöllur)
20:00 Tindastóll - Kormákur (Sauðárkróksvöllur)
20:00 Höfrungur - Skallagrímur (Þingvöllur)
20:00 Snæfell - Grundarfjörður (Stykkishólmsvöllur)
20:00 KV - Ýmir (KR-völlur)
20:00 KFR - KB (Hvolsvöllur)
20:00 Ægir - Elliði (Þorlákshafnarvöllur)
20:00 Álftanes - Hamrarnir (Bessastaðavöllur)
20:00 Reyðarfjörður - Boltaf. Norðfj. (Fjarðabyggðarhöllin)
20:00 KFG - Augnablik (Stjörnuvöllur)
20:00 Hvíti riddarinn - UMFL (Varmárvöllur)
20:00 Hrunamenn - Árborg (Flúðavöllur)
20:00 Þróttur V. - Gnúpverjar (Vogavöllur)
20:00 Berserkir - Kjalnesingar (Víkingsvöllur)
Þriðjudagur 27. maí:
20:00 Leiknir F. - Spyrnir (Fáskrúðsfjarðarvöllur)
20:00 Dalvík/Reynir - Hvöt (Dalvíkurvöllur)
2. umferð
Mánudagur 2. júní:
20:00 Reyðarfj/Boltaf.Norð - Fjarðabyggð
20:00 Leiknir R - KFG/Augnablik (Leiknisvöllur)
20:00 Höttur - Huginn (Vilhjálmsvöllur)
20:00 Tindast/Kormákur - DalvíkReynir/Hvöt
20:00 Vöslungur/Magni - KA
20:00 Þór - KS/Leiftur (Akureyrarvöllur)
20:00 Þróttur V/Gnúpverjar - Hvíti Riddarinn/UMFL
20:00 Ægir/Elliði - Reynir S
20:00 Víkingur Ó. - Grótta (Ólafsvíkurvöllur )
20:00 Álftanes/Hamrarnir - Hamar
20:00 Njarðavík - KFR/KB (Njarðvíkurvöllur)
20:00 KFS - KV/Ýmir (Helgafellsvöllur)
20:00 Haukar - Afríka (Ásvellir)
20:00 Höfrungur/Skallagri. - Selfoss
20:00 Víkingur R. - Afturelding (Víkingsvöllur)
20:00 ÍBV - ÍR (Vestmannaeyjavöllur)
20:00 Víðir - Hrunamenn/Árborg (Garðsvöllur)
20:00 Snæfell/Grundarfjörð - Berserkir/Kjalnesing
20:00 ÍH - Stjarnan (Ásvellir)
20:00 Sindri - Leiknir F/Spyrnir (Sindravellir)
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Helgin
Best að hripa nokkrar línur hérna svo smettið á Jóhönnu færist neðar.
Búið að vera þétt helgi, byrjuðum í skírnarveislu á föstudeginum hjá Haraldi og Krístínu en litli drengurinn þeirra fékk nafnið Hallsteinn Skorri.

Ísak Máni keppti síðan á körfuboltamóti í Smáranum á laugardeginum. Hann náði að setja körfu á móti KR og var helsáttur með það. Annað körfuboltamótið hans en hann skoraði ekkert á hinu fyrsta og það var eitthvað sem hann var ekki nógu sáttur með. Ég hafði reyndar ekkert séð hann í körfu síðan á því móti en það er greinilegt að hann er orðinn talsvert öflugri á þessum 4 mánuðum sem liðnir eru. Mamma hans fékk það verkefni að fara með honum, fyrsti leikur kl 08:30 en við Logi Snær chilluðum heima en komum síðar um morguninn og sáum síðasta leikinn. Svona hangs fer ekki alltaf vel í geðheilsuna á Loga Snæ en það er efni í annan pistil.

Um kvöldið hélt fjölskyldan síðan sitt eigið undankeppniseurovisonpartý með snakki, Ben & Jerry´s, ostum og vínberum svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki sagt að ég missi einhvern svefn yfir þessu en ekki annað hægt að fylgjast með.
Ég tók svo sunnudaginn með trompi, ef svo má segja og dreif mig upp í Þjóðarbókhlöðu með námsbækurnar á meðan konan var heima að þrífa, enda konudagur... Ég get ekki sagt að þessir klukkutímar upp í Hlöðu hafi verið spennandi. Loftleysið var ekki alveg minn tebolli og svo er búið að úthýsa nestisáti með öllu, ef maður hefði ætlað að éta nestið eftir lögum og reglum þá hefði ég þurft að fara út í bíl og nærast þar. En þar sem maður tók það ekki í mál þá var ekkert annað að gera en að taka sjénsinn og naga rúnstykkið á meðan ég var að lesa. Ekki ætlaði ég að fara inn á klósett og éta þar og ekki ætlaði ég að láta ræna mig í þessari kaffiteríu.
Meiri djö... vitleysan.
Búið að vera þétt helgi, byrjuðum í skírnarveislu á föstudeginum hjá Haraldi og Krístínu en litli drengurinn þeirra fékk nafnið Hallsteinn Skorri.
Ísak Máni keppti síðan á körfuboltamóti í Smáranum á laugardeginum. Hann náði að setja körfu á móti KR og var helsáttur með það. Annað körfuboltamótið hans en hann skoraði ekkert á hinu fyrsta og það var eitthvað sem hann var ekki nógu sáttur með. Ég hafði reyndar ekkert séð hann í körfu síðan á því móti en það er greinilegt að hann er orðinn talsvert öflugri á þessum 4 mánuðum sem liðnir eru. Mamma hans fékk það verkefni að fara með honum, fyrsti leikur kl 08:30 en við Logi Snær chilluðum heima en komum síðar um morguninn og sáum síðasta leikinn. Svona hangs fer ekki alltaf vel í geðheilsuna á Loga Snæ en það er efni í annan pistil.
Um kvöldið hélt fjölskyldan síðan sitt eigið undankeppniseurovisonpartý með snakki, Ben & Jerry´s, ostum og vínberum svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki sagt að ég missi einhvern svefn yfir þessu en ekki annað hægt að fylgjast með.

Meiri djö... vitleysan.
laugardagur, febrúar 23, 2008
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
Logi Snær 4ra ára
Logi Snær átti afmæli í dag, 4ra ára drengurinn. Ég hef reyndar ekki verið mjög öflugur í 4ra ára afmælum drengjanna. Þegar Ísak Máni varð 4ra ára þá vorum við hjónaleysin úti í Namibíu og voru því ekki á svæðinu. Núna hef ég verið ansi upptekinn í skólamálum, hópavinna bæði á mánudagskvöldinu og þriðjudagskvöldinu sem var það stíft að maður hefur verið að skríða upp í rúm um kl 01:00. Í dag var síðan hefðbundna vinnan og svo beint upp í HR til að kynna verkefnið, brief-ið um Heinz tómatsósu. Ég var því að skríða heim um átta leytið og náði því klukkutíma með afmælisbarninu, sem er þó betra en hægt var að bjóða Ísaki Mána á sínum tíma.
Jæja, lítið bensín eftir á þessum tanki, svei mér ef maður fer bara ekki að skríða bráðum upp í rúm.
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
50 ár frá Munchen
50 ár liðin frá flugslysinu í Munchen, atburður sem hefur mikið að segja í sögu Manchester United. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að skrifa eitthvað um þennan atburð hér en fyrir áhugasama er þetta fín frásögn.
Ég var nú aldrei búinn að skoða almennilega þessa treyju sem Henson gerði í tilefni þessa atburðar. Kannski á maður eftir að gera það.
Ég man eftir því þegar þess var minnst að 30 ár voru liðin frá þessum atburði, 6. febrúar 1988. Rakst ekki svo alls fyrir löngu á blaðagrein sem ég klippti úr Mogganum þann dag. Af einhverjum ástæðum man ég eftir að Larry Bird vann 3ja stiga skotkeppnina í stjörnuleik NBA þennan dag, það er alveg ljóslifandi fyrir mér þegar hann tók við ávísun fyrir sigurinn (þið vitið, svona risastór) og á henni stóð 6. feb. 1988. Því miður man ég ekki hver vann troðslukeppnina.
Núna eru sem sagt liðin 50 ár. Allt leiðir að sömu niðurstöðu: Ég er ekki að verða neitt yngri.
Ég var nú aldrei búinn að skoða almennilega þessa treyju sem Henson gerði í tilefni þessa atburðar. Kannski á maður eftir að gera það.
Ég man eftir því þegar þess var minnst að 30 ár voru liðin frá þessum atburði, 6. febrúar 1988. Rakst ekki svo alls fyrir löngu á blaðagrein sem ég klippti úr Mogganum þann dag. Af einhverjum ástæðum man ég eftir að Larry Bird vann 3ja stiga skotkeppnina í stjörnuleik NBA þennan dag, það er alveg ljóslifandi fyrir mér þegar hann tók við ávísun fyrir sigurinn (þið vitið, svona risastór) og á henni stóð 6. feb. 1988. Því miður man ég ekki hver vann troðslukeppnina.
Núna eru sem sagt liðin 50 ár. Allt leiðir að sömu niðurstöðu: Ég er ekki að verða neitt yngri.
mánudagur, febrúar 04, 2008
Ameríski fótboltinn


Þrátt fyrir að þeir sem nánast fyrirlíta þessa íþrótt séu háværir hér á landi þá hef ég gaman af henni, og skammast mín ekkert fyrir það. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég fylgist ekki af fullum þunga með þessu heldur er það frekar svo að ég horfi á leiki ef ég kem því við, það er ekki eins og ég þekki heilu og hálfu byrjunarliðin með nafni.
Ég varð svo frægur að útvega mér meira að segja treyju, New York Giants, í gegnum einn af gömlu póstbæklingunum sem mamma fékk alltaf reglulega. Hvort það var Quelle, Kays eða eitthvað annað man ég ekki. Þrátt fyrir mikla leit hef ég ekki fundið þessa treyju í mínum fórum sem þýðir að líklega hefur hún farið í ruslið, hversu furðulegt sem það kann að hljóma.
Ég man líka að á þessum tíma var hægt að kaupa eitthvað græjum til að stunda þetta sport í íþróttabúðinni sem var staðsett þarna í þessum umdeildu húsum í dag, Laugavegi 4 - 6. Mig rámar í það þegar einhverjir duglegir drengir fóru að stunda þessa íþrótt hér á landi. Einhver umræða virðist vera í gangi í dag um endurlífgun þessa sports á Íslandi og söguna hvers vegna þetta fór af stað á sínum tíma. Einn frumkvöðlanna er meira að segja að setja á netið eitthvað af myndbrotum frá þessum tíma, bæði eitthvað sem kom í sjónvarpinu og eitthvað sem rataði ekki í imbann. Það verður að segjast að þetta er hálfbroslegt en þó tekur maður ofan fyrir svona gaurum, sem láta hlutina gerast. Heimir Karls kemur líka þrælvel út. Meira um það --HÉR--
Geisp, spurning um að smella sér bara í sturtu bráðum og svo upp í rúm og reyna að vinna upp svefnleysi síðustu nætur.
föstudagur, febrúar 01, 2008
Vodafonehöllin
Við Ísak Máni skelltum okkur á handboltaleik í kvöld. Ég var búinn að lofa Ísaki að fara á leik með Haukum en annar markvörðurinn hjá þeim er að kenna Ísaki nokkra tíma á viku í skólanum. Mér fannst þá tilvalið að nota tækifærið og kíkja á nýju Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Þetta er flott bygging og miklu flottara en gamli kofinn, getur gefið þessu alvöru stemmingu að hægt sé að sitja allan hringinn.
Ég held að síðast þegar ég fór á handboltaleik á Hlíðarenda hafi verið þegar við Ísak Máni fórum að horfa á Valur - ÍR, 18. desember 2004 sem var í fyrsta skipti sem Ísak Máni fór á handboltaleik. Ég var ekki með þessa dagsetningu í kollinum, á blaðaúrklippuna upp í skáp. Þá vann Valur og sú var líka raunin í kvöld.
En rosalega var kalt úti.
Ég held að síðast þegar ég fór á handboltaleik á Hlíðarenda hafi verið þegar við Ísak Máni fórum að horfa á Valur - ÍR, 18. desember 2004 sem var í fyrsta skipti sem Ísak Máni fór á handboltaleik. Ég var ekki með þessa dagsetningu í kollinum, á blaðaúrklippuna upp í skáp. Þá vann Valur og sú var líka raunin í kvöld.
En rosalega var kalt úti.

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)