Búið að vera þétt helgi, byrjuðum í skírnarveislu á föstudeginum hjá Haraldi og Krístínu en litli drengurinn þeirra fékk nafnið Hallsteinn Skorri.
Ísak Máni keppti síðan á körfuboltamóti í Smáranum á laugardeginum. Hann náði að setja körfu á móti KR og var helsáttur með það. Annað körfuboltamótið hans en hann skoraði ekkert á hinu fyrsta og það var eitthvað sem hann var ekki nógu sáttur með. Ég hafði reyndar ekkert séð hann í körfu síðan á því móti en það er greinilegt að hann er orðinn talsvert öflugri á þessum 4 mánuðum sem liðnir eru. Mamma hans fékk það verkefni að fara með honum, fyrsti leikur kl 08:30 en við Logi Snær chilluðum heima en komum síðar um morguninn og sáum síðasta leikinn. Svona hangs fer ekki alltaf vel í geðheilsuna á Loga Snæ en það er efni í annan pistil.
Um kvöldið hélt fjölskyldan síðan sitt eigið undankeppniseurovisonpartý með snakki, Ben & Jerry´s, ostum og vínberum svo eitthvað sé nefnt. Ég get ekki sagt að ég missi einhvern svefn yfir þessu en ekki annað hægt að fylgjast með.

Meiri djö... vitleysan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli