föstudagur, febrúar 01, 2008

Vodafonehöllin

Við Ísak Máni skelltum okkur á handboltaleik í kvöld. Ég var búinn að lofa Ísaki að fara á leik með Haukum en annar markvörðurinn hjá þeim er að kenna Ísaki nokkra tíma á viku í skólanum. Mér fannst þá tilvalið að nota tækifærið og kíkja á nýju Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Þetta er flott bygging og miklu flottara en gamli kofinn, getur gefið þessu alvöru stemmingu að hægt sé að sitja allan hringinn.

Ég held að síðast þegar ég fór á handboltaleik á Hlíðarenda hafi verið þegar við Ísak Máni fórum að horfa á Valur - ÍR, 18. desember 2004 sem var í fyrsta skipti sem Ísak Máni fór á handboltaleik. Ég var ekki með þessa dagsetningu í kollinum, á blaðaúrklippuna upp í skáp. Þá vann Valur og sú var líka raunin í kvöld.

En rosalega var kalt úti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég hvort ég get flutt aftur til Íslands þar sem ég er að deyja úr kulda þegar það er 3 gráður hérna, brrrrrr