fimmtudagur, janúar 01, 2009

Fyrsti.Fyrsti.Tvöþúsundogníu

Rosalega vill nýársdagur verða eitthvað hálfkrumpaður. Tala nú ekki um þegar úti er rigning og myrkur yfir öllu. Allir frekar þreyttir og skakkir (ekki þunnir samt) og lítið annað hægt að gera en að bíða eftir að deginum ljúki. Skröltumst á rúntinn svona aðeins til að komast út úr húsi. Keyrðum m.a. fram hjá stúdentagörðunum hjá HÍ, þar sem við bjuggjum fyrir 10 árum síðan. Þar hefur margt breyst í nágrenninu. Það má nú sama segja um aðstæðurnar hjá okkur því á leiðinni heim stoppuðum við á bílasöluplani og virtum fyrir okkur 7-manna sjálfrennireið. Maður stendur sjálfan sig alltaf í því að setja sér ný viðmið, einu sinni ætlaði ég aldrei að kaupa mér station bíl en núna er maður kominn í rútupælingar. Ég tel mér þó trú um að ég sé ekki að fara í svona rennihurðadæmi en hver veit, kannski er það eitt af þeim viðmiðum sem eiga eftir að breytast. Ekki að þetta sé svo sem að fara gerast alveg á næstunni, gamli jálkurinn dugar eitthvað enn og svo er líka kreppa.Áramótin í gærkvöldi voru asskoti fín bara. Vorum í Æsufellinu með ÚTSÝNIÐ og það var rosalega flott. Í heild þægileg, rólegheitar stemming með dass af flugeldum, bara eins og þetta á að vera.
Ekki það að þessi myndbandsbútur nái breiðtjalds- og steríóstemmingunni þá er þetta þó smá sýnishorn.

1 ummæli:

Villi sagði...

Rennihurðir eru snilldin. Hugsiði ykkur allar hurðabeyglurnar sem sparast af því að krakkarnir skella afturhurðunum ekki í næsta bíl við hliðina.

Rennihurðabílaeigandi.