sunnudagur, apríl 05, 2009

Eitursvalt

Var að detta í þyngsta þunglyndið seinni partinn í dag. United að tapa 1:2 fyrir Aston Villa og allt að stefna í 3ja tapleikinn í röð í deildinni, nokkuð sem hefur víst ekki gerst síðan í desember 2001. Stutt eftir af mótinu og ég var meira að segja farinn að sjá fyrir mér Liverpool lyfta dollunni „okkar“, sýn sem var ekki góð. Sérstaklega vegna þess að það eru ár og dagar síðan dollan fór þar í hús, 1990 ef ég man rétt og þannig vill maður helst halda því áfram. 1990, við erum að tala um að Margret Thatcher var forsætisráðherra Bretlands, menn spiluðu í stuttbuxum sem náðu varla niður fyrir nára og Milli Vanilli voru að skjótast fram á sjónarsviðið.


Sem betur fer náði Ronaldo að jafna leikinn tíu mínútum fyrir leikslok áður en hinn 17 ára ítalski kjúklingurinn úr varaliðinu, Federico Macheda, kom inná í sínum fyrsta leik og smellti þessu líka stórglæsilega sigurmarki í uppbótartíma og gæsahúð dauðans helltist yfir mann. Hversu svalt er það að vera 17 ára, koma inná í sínum fyrsta leik, á heimavelli og smyrja sigurmarki í netið í uppbótartíma? Tíminn verður að leiða það í ljós hvort þessi gaur verði eitthvað en svalt var þetta, eitursvalt.

4 ummæli:

Tommi sagði...

Sjiiiitttt, var að sjá markið og jedúddamía Þokkaleg byrjun.

Nafnlaus sagði...

Aston Villa eru bara aumingjar. Ég hefði varið þetta. Spurning hvort þurfi ekki að skoða hversu mikið Villa menn fengu borgað fyrir að klúðra þessum leik.
Haraldur

Tommi sagði...

Vó, Bitur.is check it Halli minn

gunni sagði...

Ég tapaði mér algjörlega þegar Ferguson setti barnið inná. Sá fékk að heyra það, og ég síðan að éta þusið ofaní mig. Þvílík fyrsta snerting, og þvílíkt mark.