miðvikudagur, apríl 01, 2009

Fyrstu dagar í lífi drengs

Hér er búið að vera fjör eftir að heimilið varð fimm manna. Sigga og sá yngsti komu heim á föstudaginn. Þeir eldri bara nokkuð sprækir með þetta. Nema það að Logi Snær tók upp á því að verða lasinn, fékk einhverja drullu-uppgangspest þarna um helgina. Gat ekki haldið neinu niðri og gat ekkert gert en að liggja fyrir á laugardeginum, sunnudeginum, mánudeginum og þriðjudeginum. Hann var nánast settur í sóttkví inn í stofu og umgekkst mömmu sína og þann nýjasta eins lítið og hægt var. Hljómar grimmt, ég veit. Menn voru samt hálfhrædd við að einhverjir aðrir í fjölskyldunni fengju þessa pest en það slapp nú allt. Poppaði stemminguna ekki beint að undirritaður fór að vinna á mánudeginum ásamt því að skólinn hjá mér byrjaði aftur þann dag þannig að þetta var allt hálfskrautlegt. Logi fékk nú að fara til ömmu og afa í Mosó í gærkvöldi og er þar enn og er víst að hressast.

Fórum með þann yngsta í 5-daga skoðunina í dag. Hann flaug í gegnum hana eins og allir vonuðust eftir og staðfestir það bara sem maður hélt, þetta er náttúrulega bara fullkomið barn.

3 ummæli:

Jóhanna langbesta sagði...

já vá hvað hann er líkur bræðrum sínum... sætastur sko

Tommi sagði...

Rosalega er hann nýi frændi minn sætur... Í tilefni af tíðarandanum þá legg ég til að þið skýrið hann Tómas Freyr, og skv öllum tískubylgjum þá á hann að heita......... Nýi Tómas Freyr ehf

kv Tommi

Villi sagði...

Er þá búið að þjóðnýta gamla, spillta Tómas Frey?