mánudagur, apríl 06, 2009

Lífið með fimm ára augum

Logi Snær er fimm ára. Aldur sem mörgum finnst afspyrnuskemmtilegur ef hægt er að orða það þannig. Jú, jú, svo sem hægt að skrifa undir það enda margt sem menn spá í á þessum aldri. Sumt af því fær mann svona til að klóra sér í hausnum vegna þess að það er snúið að snara því yfir á mál sem fimm ára skilur. Sumt vill maður nú bara helst ekki fara út í. Hann var mikið að spá í um daginn hvað orðið skilaboð þýddi og hvað fælist í því orði. Reyndi svolítið á heilasellurnar á karlinum að koma því yfir á eitthvað vitrænt form og í sjálfu sér óvíst að það hafi fyllilega skilað sér.

Við vorum svo að horfa á sjónvarpið ekki alls fyrir löngu þegar hinir léttklikkuðu sjónvarpsmenn, Auddi og Sveppi tóku upp á því að slefa ofan í hvorn annað í þágu einhvers málefnis. Þá flissaði þessi fimm ára allsvakalega, leit á mig og sagði: „Kallar að kyssast! Eiga ekki bara kallar að kyssa konur?"

Rosalega var ég ekki stemmdur í þessar útskýringar...

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

hahhahaaaaaa..... krúttið :-D