miðvikudagur, september 30, 2009

HRollur

Ég verð að viðurkenna að það fór um mig nettur hrollur í dag þegar sjálfvirka hurðin í Háskólanum í Reykjavík opnaðist og ég gekk inn. Kannski var það unaðshrollur, er ekki alveg viss. Tveir kúrsar eftir og 9. desember er dagurinn sem horft er til, líklegast réttast að klára þetta verkefni sem maður tók að sér. Það var fínt að sjá aftur andlitin sem maður þekkti frá því í vor. Svo náði ég líka eina eintakinu af kennslubókinni sem var á bókasafninu og sparaði mér því 8.490 kr. Maður verður víst að bjarga sér í kreppunni. Það er þó ekki hægt að segja annað en að þessi kúrs byrji vel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun og gangi þér vel

kv,
Gulla