sunnudagur, nóvember 08, 2009

Að gera næstum í buxurnar

Kíktum í stutta heimsókn í Grundarfjörð um helgina, ákváðum að nýta okkur sæmilega hagstaða veðurspá sem og þá staðreynd að Ísak Máni er að fara keppa tvær næstu helgar ásamt því að undirritaður er staddur undir lokin á vikufríi í skólanum.
Bara almenn rólegheit að mestu leyti í firðinum en helst var það að frétta að Daði Steinn tók eitt „skref“ í sinni eigin framþróun um helgina má segja. Hann var búinn að komast upp á lagið með að draga sig áfram og var aðeins farinn að fikta við næsta stig, það að skríða á fjórum fótum. Veit ekki hvort sveitaloftið gerði honum svona gott eða hvað en allavega sýndi hann miklar framfarir í skriðinu. Svo miklar að mamman var klár með myndavélina en pabbinn var ekki alltaf að kveikja.
Meðfylgjandi myndbrot náðist um helgina. Til að útskýra aðstæður þá var eitt stykki fartölva við hinn enda borðsins, ofan á dúknum sem kemur við sögu. Fyrir framan tölvuna sat pabbinn frekar niðursokkinn og áttaði sig hvorki á því að Daði Steinn væri á ferðinni né að verið væri að mynda herlegheitin.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, góður og ekkert smá flottur að skríða.
Kv, Inga

Tommi sagði...

Það er ekki verið að láta mann vita... Hnuss

Jóhannan sagði...

Flottur.... það vantar ekki mikið uppá að drengurinn standi upp veiiii klapp klapp fyrir Daða litla

Nafnlaus sagði...

Hann er farinn að standa upp. En þetta var algjör snilld, lá við að ég gerði í buxurnar af hlátri, he, he.
Sigga.