
Eyddi hérna góðum tíma í kvöld að horfa á Monaco - Grenoble í franska boltanum. Eiður Smári hoppaði beint inn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla og fyrir fram átti þetta að vera kjörinn leikur. Grenoble búnir að tapa fyrstu 11 leikjunum sínum í deildinni og voru einum tapleik frá því að jafna eitthvað franskt met í getuleysi. Rakið dæmi til að setja sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn og komast almennilega í gang í Frakklandi. Hvað getur maður sagt, varla hræða á pöllunum og 0:0 niðurstaða í almennum leiðindum. Reyndar stóð ég upp á 60. mínútu þegar Smárinn var tekinn af velli og ákvað með semingi að skipta frekar bara um stöð en ekki grýta fjarstýringunni í tækið. Ákvað samt að skipta ekki yfir á Barcelona - Mallorca sem fór víst 4:2 á kjaftfullum Nou Camp.
Djö... ætla ég að vona að þetta fari að detta fyrir karlinn, það eru tóm leiðindi að hafa þetta svona.
1 ummæli:
Hvaða vitleysa.... Hann er nú vanur að vera áskrifandi að laununum sínum... Hann hlýtur að vera sáttur.
Skrifa ummæli