föstudagur, desember 25, 2009

Skilaboð?

Aðfangadagur jóla í gær. Gekk nokkuð vel fyrir sig. Hinsvegar olli einn pakkinn (reyndar var hann tvískiptur) smá hugarangri. Allir hinir pakkarnir voru svona jólapakkar en þessi var aðeins öðruvísi, þ.e. þegar við vorum búin að opna hann. Svona meira ef-ég-væri-að-gifta-mig-pakki.

Veit ekki alveg hvaða skilaboð tengdó er að senda.
„Hérna er gjöfin sem ég er búin að ætla gefa ykkur þegar þið mynduð dröslist upp að altarinu, nú bíð ég ekki lengur en þið megið alveg drífa nú í þessu.“

2 ummæli:

Tommi sagði...

Ánægður með Tengdó.... Nú verður bara glimrandi hausverkur þegar þið loksins dröslist upp að altarinu.

Inga sagði...

Á þá bara ekki að drífa í þessu :-)