laugardagur, janúar 02, 2010

Á aðgerðaráætlun 2010

Sá hérna í pistli frá lok ársins í fyrra, eða árinu þaráður öllu heldur að ekki var mikið um áramótaheit fyrir árið 2009. Nema það að minnka að segja: SÆÆDDDLLL...

Það áramótaheit hefur ekki gengið nógu vel ef satt skal segja og sú reynsla ætti því að kenna manni að vera ekkert að setja sér nein áramótaheit.

Áramótaheit eða ekki áramótaheit, spurning hvaða hluti maður ætlar að framkvæma á þessu ári sem er að skríða af stað, bara til að nefna eitthvað:
  • Kaupa mér alvöru myndavél, helst sem fyrst áður en sjónvarpið gefur upp öndina og ég þarf að punga út fyrir flatskjá. Hef reyndar aldrei skilið þetta diss út í flatskjái og tengingu þeirra við 2007 gengið, útrásarvíkinga og myntkörfulánaliðið, eru gömlu túbusjónvörpin ekki einfaldlega horfin af markaðnum?
  • Fara til tannlæknis. Eftir að gamli tannsinn hætti störfum eða lét sig alla vega hverfa þá var farið í það að finna nýja tannsa fyrir fjölskylduna. Ég sat af einhverjum ástæðum eftir þegar pantaður var hóptími hjá þeim nýja og hef ekki enn drattast á svæðið. Kannski best samt að kaupa sér fyrst myndavélina.
  • Poppa upp stofuna með tilheyrandi málingagræjum og almennri endurröðun hluta þar inni.
  • Hafa það helv... gott næsta sumar, skella sér norður og eitthvað í þeim dúr.
  • Það sem gekk svo illa að hætta að nota orðatiltækið SÆÆDDDLLL þá er best bara að halda áfram að nota það.
  • Og svo auðvitað koma sér í form og allt það...
  • Gifta sig? Veit ekki.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst vel á að gera svona lista og gott síðasta atriðið. Það skyldi þó aldrei verða brúðkaup á árinu :-)

Jóhannan sagði...

Mér list vel á 2 atriði á þessum lista þ.e sumarið skella sér norður alltaf velkomin í heimsókn til min og eins og áður þá færðu alla 4.hæðina útaf fyrir þig :))
Gifta sig ??? list alveg svakalega vel á það :)))

En það samt vantar eitt atriði á þennan annars góða lísta en það er að fá sér facebook síðu *englabros*