mánudagur, apríl 05, 2010

Páskarnir

Við skelltum okkur í Grundarfjörð núna um páskana. Maður var með smáhnút yfir þessu að demba öllum mannskapnum á gömlu konuna, sérstaklega ef Daði Steinn yrði alveg á útopnu þarna. Í ljós kom að áhyggjurnar voru að mestu óþarfar, Daði Steinn var hress en ekkert of hress. Það þurfti aðeins að hagræða sumum hlutum en ekki að gera íbúðina fokhelda frá jörðu og upp í 1,4 m.

Ótrúlega lítið pláss sem páskaeggjalagerinn tók í bílnum þetta árið. Logi Snær vildi frekar eignast Star Wars Lego-flaug og eftir smá umhugsun vildi Ísak Máni líka bara fá pening. Það var því tekin ákvörðun um að kaupa eitt meðalstórt egg sem svona „fjölskylduegg“. Áhrifin voru m.a. þau að menn voru ekki að narta í þetta langt fram á kvöld heldur kláruðust herlegheitin á örskotsstund.

Annars fór helgin bara í þetta hefðbundna: Sparkvöllurinn/körfuboltavöllurinn, göngutúrar, hefðbundið chill og smá grill.1 ummæli:

Mamma þín sagði...

gömlu konuna ??? þetta hljómar eins og ég sé minnst 85 ára