Ótrúlega lítið pláss sem páskaeggjalagerinn tók í bílnum þetta árið. Logi Snær vildi frekar eignast Star Wars Lego-flaug og eftir smá umhugsun vildi Ísak Máni líka bara fá pening. Það var því tekin ákvörðun um að kaupa eitt meðalstórt egg sem svona „fjölskylduegg“. Áhrifin voru m.a. þau að menn voru ekki að narta í þetta langt fram á kvöld heldur kláruðust herlegheitin á örskotsstund.
Annars fór helgin bara í þetta hefðbundna: Sparkvöllurinn/körfuboltavöllurinn, göngutúrar, hefðbundið chill og smá grill.
1 ummæli:
gömlu konuna ??? þetta hljómar eins og ég sé minnst 85 ára
Skrifa ummæli