laugardagur, september 04, 2010

Dollan var í seilingarfjarlægð en...

10 leikir, 8 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap, sumarið hjá C-liði ÍR í 5. flokk. Það gaf sigur í riðlinum og sæti í úrslitunum. Sem var í dag. Þriggja liða úrslitariðill, tveir leikir og sigur í þeim riðli myndi þýða úrslitaleikinn sjálfan við sigurvegara úr hinum úrslitariðlinum.

Spilað á heimavelli, KR voru fyrri andstæðingar dagsins. 1:1 og grátlegt að ná ekki að kreista fram sigur. En fyrst Þór tókst að sigra KR þá var málið í okkar höndum, sigur á Þór og úrslitaleikurinn yrði okkar. 1:2 tap í jöfnum leik þýddi hinsvegar að draumurinn um dolluna var lokið, a.m.k. þetta árið.

Uppskeruhátíð klúbbsins 18. september, tvær vikur í frí frá fótbolta eftir það og svo hefst alvaran aftur. Þetta er víst ekkert svona walk-in-the-park neitt. Ekkert frekar en lífið sjálft.

Engin ummæli: