miðvikudagur, september 29, 2010

Kreppa?

Mér brá bara þegar ég opnaði ísskápinn í kvöld til að leita að einhverju ætilegu. Ástandið inn í þessu raftæki hefur alveg farið fram hjá mér í öllu daglega amstrinu en það verður að segjast að þetta lítur frekar illa út svona rétt fyrir mánaðarmót.

Maður á samt ekki að kvarta, ég hef tök á því að bæta úr þessu á morgun þótt það sé ekki enn komið mánaðarmót. Það er víst betra en margur annar á Íslandi í dag.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Alltaf hægt að hræra saman Bíómjólk, Faxe og skyr... saxa svo gulrætur útí og bera fram með marmelaði... ágætis næring fyrir allan peninginn.