föstudagur, mars 25, 2011

Skrambans

Menn eru algjörlega í ruglinu hérna. Var lasinn um síðustu helgi eins og ég hef minnst á hérna en drattaðist nú í vinnuna þessa vikuna. Gekk ekki alveg á öllum en var þó skárri með hverjum deginum. Var svo búinn að bóka mig í frídag í dag þar sem dagforeldrarnir hans Daða Steins voru í fríi. Ég endaði því vinnuvikuna í gær og fór beint eftir vinnu að horfa á Ísak Mána keppa í fótbolta. Það hefur líklega verið mistök því ég vaknaði í morgun, á frídeginum mínum, alveg handónýtur. Fullar nasir af grjóthörðum horþykkildum, aumur í hálsinum og með vel úldið bragð í munninum. Spurning hvort maður verður ekki orðinn nógu þokkalegur til að mæta í vinnuna á mánudaginn, það væri þó aldrei.

Jæja, best að halda áfram að dæla grænblönduðu slímdrasli, with chunks, út úr nefinu á sér.

Seinna.

Engin ummæli: