fimmtudagur, mars 31, 2011

Vikan í boði Joe Boxer

Dagur 7 á náttbuxunum í gangi og miðað við stöðuna verður það klárlega dagur 8 á morgun. Ferskt súrefni er aðeins dauf minning og ef ætti að lýsa fyrir mér hvernig veðrið úti sé milt og gott þá er það líklega svipað og ætla að lýsa fyrir einhverjum, sem hefur verið blindur allt sitt líf, hvering liturinn gulur er.

Ísak Máni hefur þó gert það að verkum að ég er ekki eins-manns-náttbuxnateymi. Drengurinn búinn að vera hálfslappur og það verður að segjast að þetta er ekkert að gera neitt sérstakt fyrir geðheilsuna.

Náttbuxnateymið fékk svo frekari liðstyrk í gær þegar dagmamman hringdi í þá um morguninn og tilkynnti okkur að heimili þeirra hefði verið sett í sóttkví sökum uppkasta þannig að Daði Steinn fékk að halda uppi fjörinu hjá sjúklingunum tveimur hérna heima. Hann fékk að halda áfram heimahjúkruninni í dag og verður væntanlega sömuleiðis heima á morgun. Húsmóðirin hugsar með hryllingi ef sá stutti færi nú að leggjast í einhverja pest, tala nú ekki um ef það á að koma afmælisveislunni hans í gegn þessa helgina.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Ertu ennþá á Joe Boxer??? Varstu kannski í þeim þegar þú komst hérna til Grundarfjarðar og kíktir ekki í kaffi???