sunnudagur, maí 15, 2011

Annar í stíganda

Drengirnir máttu fara að stíga í lappirnar í gær eftir 3ja daga legu en það gekk svona upp og ofan. Það kom í ljós að það er einhver sársauki sem fylgir því að stíga í fæturnar, á svo sem ekki að koma á óvart þar sem sárin og saumarnir eru jú á iljunum. Ísaki Mána gekk þetta aðeins betur og á degi tvo er hann farinn að rölta um, reyndar ekki hröð yfirferðin á honum en það er nú alveg eðlilegt. Logi Snær er ekki kominn alveg eins langt í endurhæfingunni og þetta er að reynast honum erfiðara.

Samkvæmt plani áttu þeir að fara í skólann á morgun og það verður raunin með Ísak. Hann er aðeins að fara í eitt próf þannig að þetta verður ekkert stórmál. Mér sýnist hinsvegar á öllu Logi Snær verði að taka morgundaginn heima á morgun. Vona að hann fari að stíga skrefið til fulls í þessu, í bókstaflegri merkingu.

Engin ummæli: