þriðjudagur, febrúar 28, 2012

Korn frá Daða

Einhver gullkorn frá yngri árum Loga Snæs leynast hérna á þessum vettfangi, Ísak Máni greyið geldur fyrir það að pabbi hans var ekki farinn að blogga þegar hann var lítill.  Segjum bara að það hafi ekki verið búið að finna upp bloggið svona til að fría mig öllu.  Hef nú ekki verið nóg góður að punkta niður mola frá Daða Steini en læt hérna einn frá því í kvöld flakka.

Ég var nýbúinn að koma Daða Steini í bælið en labbaði svo framhjá herberginu hans eitthvað léttklæddari en ég hafði verið þarna rétt áður.  "Pabbi, hvert ertu að fara?" spurði hann, en ég skildi nú ekki alveg af hverju hann fékk það út að ég væri að fara eitthvað.  "Ég ætla bara að skella mér í sturtu" sagði ég.  Nokkur andartök líða áður en hann kallar í mig úr rúminu sínu inn á baðherbergi:  "Pabbi, ég kann ekki að fara í sturtu."  Ég brosi út í annað og humma eitthvað en hann kemur svo með nánari útskýringu á þessu:  "Ég er með svo lítinn maga.  Þess vegna fer ég alltaf í bað."

1 ummæli:

Gulla sagði...

Yndislegt :-)