Annars tek ég nú ofan fyrir þeim sem standa í þessarri vinnu því fyrir leikinn var treyja hins síunga Eiríks Önundarsonar hengd upp, þekkt hefð m.a. úr hinni amerísku NBA deild þar sem leikmenn sem skarað hafa fram úr hjá viðkomandi félagi fá treyjur sínar hengdar upp í rjáfur leikhallanna um aldur og ævi. Þar reyndar eru númer viðkomandi leikmanna tekin úr umferð og ekki notað aftur en það er víst ekki alveg í boði hérna, held að reglur KKÍ segi að leikmenn á leikskrá skuli vera númeraðir frá 4-15. Svo er víst ekki alveg víst hvort kappinn er endanlega hættur að spila, hefur víst reynt að hætta en af einhverjum ástæðum gengur það illa. Það kemur víst væntanlega í ljós í haust hvort karlinn skokki inn á völlinn eins og ca síðustu 20 tímabil. En þetta kom vel út, veit af einni treyju sem Njarðvík hengdi upp, annars hef ég ekki heyrt af þessu áður. En karlinn á þetta skilið, það er nokkuð ljóst.Var svo næstum því búinn að fara á handboltaleik hjá ÍR daginn eftir, sem hefði verið sá fyrsti í örugglega 2-3 ár. Þeir sigruðu Víkinga og náðu með því að tryggja sér úrvalsdeildarsæti að ári en ég var víst bundinn í önnur verkefni. Handboltinn er víst að ná að skapa ágætis umgjörð og mig langaði svona að bera þetta saman við körfuna. Það er alltaf gaman að upplifa góða stemmingu þótt ég taki nú körfuna framyfir handboltann flesta daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli