mánudagur, desember 02, 2013

Aðallega Logi Snær

Það verður að segjast að Logi Snær hafi verið maður helgarinnar.  Fyrst var byrjað á fimleikamóti hjá Ármanni á laugardagsmorgninum, mæting kl 07:50 takk fyrir.  Þetta var hans fyrsta formlega fimleikamót en hann var að keppa í 6. þrepi.  Hann hafði reyndar tekið þátt í tveimur fimleikasýningum áður.  Þetta mót var þannig uppbyggt að keppendur þurftu að leysa þetta hefðbundna fimleikastöff, gólfæfingar, bogahest, hringi o.s.frv.  Ekki annað sagt en að þetta hafi gengið framar vonum en strákurinn tók sig til og vann mótið með glæsibrag og fékk gullverðlaun fyrir.

Á bogahestinum
Flottur í hringjunum

Þetta hlýtur að vera sárt

Að taka við gullverðlaununum

Aron, Logi Snær og Andri Ásberg

Eins og það væri ekki nóg dagsverk þá tók við körfuboltamót seinnipart laugardagsins, Jólamót ÍR í Seljaskóla.  Hann var flottur þar líka, spilaði þrjá leik og lauk leik með seinni skipum þá um kvöldið.  Skemmtileg tilviljun svo að Ísak Máni tók sér dómaraflautu í hönd í fyrsta skipti og hver var svo að spila í fyrsta dómaraleiknum hans?  Jú, auðvitað Logi Snær.  Sá yngri fékk nú ekkert gefins þrátt fyrir að tengjast 50% af dómarateyminu blóðböndum en það var kannski bara eins gott.

Fyrsta dómarakastið á ferlinum

Alveg með ´etta

Engin ummæli: