mánudagur, apríl 21, 2014

Páskarnir í ár

Vorum heima þetta árið.  Höfðum ráðgert að kíkja eitthvað í Grundarfjörðinn en leiðindarveður hjálpaði okkur við að taka ákvörðun um að sitja heima.  Fimm manna fjölskylduviðauki við Smiðjustíg 9 sem kæmist mjög takmarka út að viðra sig var ekki spennandi tilhugsun.  Í staðinn voru endurrifjuð kynni við Breiðholtslaug, fyrstu sundferðirnar á þessu ári farnar, orkulosun var stunduð í íþróttahúsinu í Breiðholtsskóla þegar páskaeggin voru farin að velta út úr eyrunum á mannskapnum á páskadag, svo eitthvað sé nefnt.

Fínt stöff en rútínan verður líka góð.

Allt fundið - undirritaður var by-far lengst að finna sitt stöff

Daði Steinn sáttur

Kjamms, kjamms...

Logi Snær eggjalausi - fékk riflegt bland í poka í staðinn

Engin ummæli: