miðvikudagur, júlí 30, 2014

Á góðri stund í Grundarfirði 2014

Við vorum mætt í fjörðinn þessa síðustu helgina í júlí á bæjarhátíðina eins og venjulega.  Þetta var víst í sextánda sinn sem hátíðin er haldin og maður hefur náð þeim flestum, man í raun ekki eftir ári þar sem ég var ekki á svæðinu en minnið mitt er nú langt frá því að vera skothelt.

Lágstemmt í ár, sem var bara ljómandi fínt.  Maður er búinn að sjá þetta flest, frá því að Bylgjulestin með öllu sínu hafurtaski var á svæðinu og svo yfir í svona minni útgáfu.  Ágætisveður, hélst þurrt sem verður að teljast kostur þetta sumarið.  Enn hangir Ísak Máni, á 16. ári, með gamla settinu og yngri bræðrunum tveimur.  Ótrúlega er ég ánægður með það, er á meðan er. 

Froðupartý-ið er farið að með því vinsælla

Hver er hvað?
Logi Snær á sundi
Góður svipur

Lokaskolið er alltaf svo kalt

Daði Steinn að verða klár í skrúðgöngu

Snillingarnir þrír

Stærstur - stærri - stór

Engin ummæli: