laugardagur, júlí 19, 2014

Í bústað

Á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að tryggja okkur sumarbústað í viku í gegnum VR.  Reyndi þetta í fyrra og átti aldrei sjéns þá.  Fékk endalausar villumeldingar þegar ég var að reyna að bóka enda allir að reyna þetta á sama tíma, þegar opnaði fyrir úthlutun.  Sömuleiðis er maður búinn að heyra af fólki sem hefur reynt í fleiri ár án þess að hafa nokkurtímann fengið neitt. 

En það gekk s.s. upp hjá okkur í þetta sinn og við náðum að bóka viku í Miðhúsaskógi á Suðurlandinu núna í júlí.  Ekki hægt að segja að við höfum verið beint heppin með veður, einhver úrkoma alla dagana en þess á milli var milt og gott veður.  En engin sól hinsvegar.  Logi Snær fékk einhver ofnæmisútbrot sem við þorðum ekki annað en að láta athuga út á Selfossi, kostaði okkur reyndar tvo bíltúra þangað en við notuðum bara tækifærið og chilluðum þar.  Annars fínn bústaður og allt í toppmálum hvað það varðar.  Alltaf gott að skipta aðeins um umhverfi.

Hoppudýna bara skemmtilegri svona blaut

Þreyttir

Flottir í potti

Huppuís á Selfossi

Haglél í smá stund...

Spilastund

Engin ummæli: