En það gekk s.s. upp hjá okkur í þetta sinn og við náðum að bóka viku í Miðhúsaskógi á Suðurlandinu núna í júlí. Ekki hægt að segja að við höfum verið beint heppin með veður, einhver úrkoma alla dagana en þess á milli var milt og gott veður. En engin sól hinsvegar. Logi Snær fékk einhver ofnæmisútbrot sem við þorðum ekki annað en að láta athuga út á Selfossi, kostaði okkur reyndar tvo bíltúra þangað en við notuðum bara tækifærið og chilluðum þar. Annars fínn bústaður og allt í toppmálum hvað það varðar. Alltaf gott að skipta aðeins um umhverfi.
Hoppudýna bara skemmtilegri svona blaut |
Þreyttir |
Flottir í potti |
Huppuís á Selfossi |
Haglél í smá stund... |
Spilastund |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli