þriðjudagur, maí 09, 2017

Þar kom að Íslandsmeistaratitlalausum vetri

Eftir að hafa hirt Íslandsmeistaradolluna síðustu þrjú ár í röð, í 9. flokki 2014, í 10. flokki 2015 og svo í drengjaflokki 2016 þá slitnaði sú sigurganga hjá Ísaki Mána og félögum í ÍR um síðustu helgi.  Annað árið sem hann var í drengjaflokki og eftir gott sigur í riðlinum þá tók útsláttarkeppni við.  Skallagrímsmönnum var skellt á heimavelli í 8-liða úrslitum og því var úrslitahelgin framundan sem spilað var í Dalhúsum um síðustu helgi.  Undanúrslit á föstudegi og sigurvegarar þar spiluðu úrslitaleiki á sunnudeginum.  Því miður fór það þannig að Haukar voru of sterkir og sigruðu ÍR-inga 75:81, og reyndar fór það svo að Haukarnir hömpuðu titlinum þetta árið eftir sigur á KR í úrslitaleik.  Staðreynd sem erfitt var að kyngja eftir sigursæl ár en vitaskuld var alltaf möguleiki að þetta færi svona.

Núna færist minn upp í unglingaflokk og það verður athyglisvert og spennandi að sjá hvernig það verður.


Engin ummæli: