föstudagur, maí 26, 2017

Francesco Totti, þessu hlaut að enda...

Ég man varla eftir Rómverjunum mínum án Totti.  Smá ýkjur en samt ekki, enda svolítið síðan hann spilaði fyrsti leikinn sinn fyrir klúbbinn, 28. mars 1993.  Það er langur tími og á margan hátt góður.  Sigurinn í deildinni, 17. júní 2001, dagur sem hefur mikla þýðingu fyrir mig á fleiri hátt en bara þessi titill.  HM 2006, það var frábært.  Þetta er svo sem búið að vera erfitt líka, maður hefði gjarnan viljað að Ítalíumeistaratitlarnir hefðu verið fleiri, 7:1 tapið í Meistaradeildinni 2007 á Old Trafford var líka með því furðulegra sem ég hef upplifað í þessu.

Hann var einn af fyrstu hetjunum sem var yngri en ég, sem var ákveðið sjokk.  En aldrei fór ég til að sjá karlinn spila.  Sem er eiginlega alveg fáranlegt.  Ég stökk til og athugaði flug + þessháttar, núna fyrir síðasta heimaleikinn á móti Genoa, þegar þetta fór að fréttast að þetta yrði mögulega síðasta seasonið hans.  Þetta hefur nú legið í loftinu en það var bara núna fyrir einhverjum dögum að þetta var staðfest.  Ekkert beint flug til Rómar í boði og hlutirnir ekki alveg að smella en ég var búinn að sjá þetta fyrir mér í heilmikilli rómantík, helgarferð til Rómar, ég á vellinum á síðasta heimaleiknum hans, daginn eftir afmælið mitt.

Og á sunnudeginum lýkur þessu einfaldlega og aldrei fór ég til að sjá hann sparka í tuðruna.   Andskotinn.


1 ummæli:

Unknown sagði...

Hey þú sást þó Ronnie Wallwork á Old Trafford hérna um árið...