þriðjudagur, ágúst 15, 2017

7. flokkurinn í fótboltanum kvaddur

Daði Steinn tók þátt í sínu seinasta 7. flokksmóti í fótbolta núna um núafstaðna helgi, Arionbanka móti Víkings.  Ekki hægt að segja annað en þetta loka 7. flokksmót hafi gengið framar vonum en þeir sigruðu alla sína leiki nokkuð örugglega, í brakandi rjómablíðu í ofanálag.  Daði Steinn setti eitt mark, í sigri á Snæfellsnesi, sem var nokkuð gaman vegna augljósra tengsla en hann hafði aldrei mætt þeim áður.
Við taka síðustu vikurnar á æfingum í 7. flokki en svo færist þessi árgangur upp í 6. flokk núna á haustdögum.  Sem er næsta verkefni.

Daði, Egill, Bæring, Kristján, Róbert og Halldór

Engin ummæli: