Mynd: karfan.is |
Fór á heimaleik hjá meistaraflokki kvenna í körfubolta hjá ÍR í dag. Staðreynd sem ætti alla jafna ekki að vekja neina sérstaka athygli þar sem þessi klúbbur á jú einn sigursælasta kvennaflokkinn ef sagan er skoðuð. Málið er hinsvegar það að undanfarin ár hafa verið erfið, held ég geti sagt nánast það sem af er þessari öld og meistaraflokkurinn einfaldlega ekki starfræktur undanfarin rúman áratug, en leikurinn í dag var fyrsti heimaleikur liðsins í einhver 12 ár.
Umgjörðin í dag var alveg til fyrirmyndar og bekkirnir þéttsetnir. Þótt reynsla mín af næstefstudeild í
körfubolta kvenna hafi verið engin fyrir daginn í dag þá neita ég að trúa að
svona mikil stemming sjáist á mörgum stöðum þar, og jafnvel þótt víða væri
leitað. Naumt tap varð reyndar
niðurstaðan en ég vona sannarlega að þetta verði eitthvað til að byggja á og að
kvennalið félagsins rísi til þeirra virðingar sem það á skilið.
Held ég hafi bara verið smá montinn þegar ég rakst á þessa
mynd núna í kvöld sem sýnir alla drengina mína þrjá á fremsta bekk við þetta
tilefni.
#alvörumenn
#stelpurrokka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli