föstudagur, ágúst 31, 2018

Blautt var það


Þetta var svolítið svona í sumar.  Eiginlega ekki bara svolítið heldur meira svona fullmikið.  Að minnsta kosti hérna á þessu blessaða Suð-Vesturhorni, íbúar Austurlands fengu þó betri tíð.  Hérna rigndi í einhverju formi hvern einasta dag í maí.  Júní og júlí voru blautir og framan af ágúst ekkert sérstakt, slapp nú til seinni parturinn.  Sökum þess að við fórum með allan mannskapinn til Bandaríkjanna um páskana þá samþykkti buddan lítið annað en að veðja á það að taka sumarið hérna heima og vonast til að geta verið á pallinum í góðum gír.  Það var þá árið til að gera það.  Grillið var minna snert en áður og trampólínið, þetta nýja, það hefði líklega verið hægt að spara sér samsetninguna á því þetta árið.

Engin ummæli: