þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Góðir hlutir

Góður hlutur 1: Mér tókst loksins að reka af mér slyðruorðið með þetta myndaalbúm og náði loksins að setja fleiri myndir inn eftir u.þ.b. mánaðarstíflu. Ég hafði ekki sett inn myndir eftir þessar breytingar sem urðu á albúminu þannig að ég þurfti að digga þetta allt uppá nýtt. Vona að það hafi tekist vel.

Góður hlutur 2: Skápahurðirnar komu loksins í IKEA og eru komnar á sinn stað, tær snilld! Ég er samt ekki á leiðinni í IKEA alveg á næstunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Duglegur Davíð