þriðjudagur, mars 06, 2007

Drottningin blæs líf í ferilinn

Nú er íþróttaiðkun fjölskyldunnar endanlega að fara í ruglið. Hvað mig sjálfan varðar þá er fyrsti æfingaleikur Vatnsberanna um næstu helgi og næstu helgar fara í æfingaleiki, held einhverjar 5-6 helgar í röð. Síðan fer sumarið í hönd með tilheyrandi sparki.

Ísak Máni heldur ótrauður áfram í handboltanum ásamt því að vera í fótboltanum. Nýbúið mót í fótboltanum og framundan er handboltamót þann 16. nk, hið fyrsta sem drengurinn fer á. Svo er hann líka aðeins að fikta á sundæfingum og þar er einmitt byrjandamót núna á laugardaginn. Þar vill hann meina að hann sé að fara keppa í 25 metra flugsundi, ég á eftir að sjá eitthvað staðfest yfir þetta.

Nýjustu fréttirnar eru þó þær að frúin tók fram takkaskóna í kvöld eftir að það eina sem þeir skór hafa gert í einhver ár er að safna ryki. Veit ekki hvort það er hægt að kalla þetta "old girls" en þetta eitthvað 25+ ára dæmi hjá ÍR. Spilað á gervigrasinu hjá hverfisklúbbnum þannig að við erum að tala um toppaðstæður. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er svokallað drottningamót á heimavelli ÍR 21. apríl nk. og það er ekki að heyra annað á minni enn að stefnan sé sett á byrjunarliðssæti, kom alla vega upprifin og æst eftir spriklið svo ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum. Ísaki Mána finnst þetta spennandi held ég að mútta sé farin að sparka bolta og talandi um einhver mót.

Eina sem ég veit er að þetta minnkar ekki sveittu fótboltafatahrúguna sem er reglulega hérna á gólfinu. Furðulegt heimilishald allt saman.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Draumurinn að verða að veruleika, hef alltaf sagt það að það vantaði svona "utandeildar" kvennalið, hef ekkert að gera á æfingar 6x í viku, en þetta er ekta fyrir mig.

Nafnlaus sagði...

Drottningin stóð sig eins og hetja og held barasta að hún haldi heiðri fjölskyldunnar uppi... veit reyndar ekki með Ísak en held hún gæti hlaupið lengur heldur en 90% af þessu blessaða Vatnsberaliði hehe.

Nafnlaus sagði...

Talaðu varlega um hið geysiöfluga Vatnsberalið. Nokkuð viss um að við getum unnið þetta drottningalið með 2 stafa tölu

Nafnlaus sagði...

Spurning um stund og stað fyrir þennan æfingaleik? Drottningar byrja með 10:0 forskot.

Nafnlaus sagði...

Það er naumast þið eruð roggnir með ykkur! Við verðum a.m.k. að fá smá æfingafrest og að ná í lið, en þið æfið ykkur bara á meðan.