laugardagur, ágúst 25, 2007

Draumurinn sem brást...í bili

Þrátt fyrir meiðslavælið hérna um daginn þá fjárfesti ég nýverið í nýjum gervigrasskóm. Var alveg staðráðinn í að versla mér Adidas Mundial, draumaskórnir en kosta fúlgur fjár. Mér var alveg sama, ég var staðráðinn í að eignast svona skó einhvern tímann á ferlinum og ferillinn styttist með hverju árinu. Skellti mér í Jóa Útherja með opinn huga og opið veski. Mér til mikillar hrellingar þá fengust ekki svona skór hjá þeim, þ.e. gervigrasskóútfærslan. Ástæðan fyrir því var sú að Nike er kominn með svipaða útfærslu sem hefur tvennt framyfir Mundial, kostar talsvert minna og er með loftpúða í hælnum. Lítið í stöðunni fyrir mig annað en að máta Nikearana sem reyndust vera alveg ljómandi fínir og tók ég þá ákvörðun um að versla þá.

Fínir skór þessir Nike skór en af einhverjum ástæðum get ég ekki hætt að hugsa um Adidasarana sem ég var búinn að ákveða að kaupa mér. Ég er því búinn að taka þá ákvörðun að versla svona Adidas skó við fyrsta tækifæri (líklega þegar ég fer næst til útlanda) sama hvað tautar og raular. Ég verð að eignast svona skó a.m.k. einu sinni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ertu ekki alveg í lagi, Nike-ararnir eru alveg eðalskór og þú hefur ekkert með annað að gera.

Nafnlaus sagði...

9 mörk í 2 leikjum... Það var kominn tími á róttækar breytingar, ég styð kallinn heilshugar í þessu... Það er bara spurning hvort að hann haldi ekki hreinu í næsta leik

Nafnlaus sagði...

Mér langar geðveikt í bleik stígvél. Ég á eftir að fá mér svoleiðis einhvern tíman á æfinni
hahahaaaaa

Nafnlaus sagði...

Sigga, þetta er bara hlutur sem að hver ungur maður þarf að eignast :D Ég átti við þetta sama vandamál að eiga, var búinn að langa í svona skó alveg frá því að verslunin Óðinn var og hét á skaganum. Gerðum okkur alltaf ferð reglulega vinirnir þangað niður eftir bara til að dást að mundial skónum. 20 árum seinna lét ég verða af þessu, þannig að ég skil og styð Dabba heilshugar í þessu máli. Hvaða helv blammeringar eru þetta frá formanninum?? Þegar maðurinn stillir upp massífri vörn og öflugum markmanni, en svo er miðjan látin mæta afgangi þá er ekki við miklu að búast, einhver helv manu bragur á þessu....